Ljóð sem lýsir alla leið

Þetta ljóð ætla ég að reyna að nota,
Sem töfra sprota.
Ég gegnum lífið mitt,
Og þú getur fengið að nota til að komast í gegnum þitt.

Ég vil byrja á ástinni minni,
Og líka kannski þinni.
Eigum við ekki að hittast aftur,
Þessi ástar kraftur.

Ég vil þér fá að sofa,
Því var ég búin þér að lofa.
Eigum við að hafa gaman,
Og lofa að vera alltaf saman.

Næstu ósk vil ég nota fyrir vini,
Og þeirra syni.
Og þeirra dætur kannski líka,
Þær má ekki svíkja.

Ég vil hitta þessa gömlu vini núna,
Og ekkert röfl um helvítis kúna.
Vinir mínir voru góðir á meðan á vináttunni stóð,
Og hún upp hlóð.

Minningum úr þeirra æsku,
Og þeirra þagmælsku.
Lífið vil ég endurvekja,
Og vera smá frekja.

Og fá að sjá allt aftur á ný,
Og þá ég frá lífinu flý.
Þá mun ég kannski haldast á sama stað,
Og skrifa allt þetta á blað.

Næstu ósk vil ég nota til að hitta gamla ættingja mína,
Og vona að ég sjái líka þína.
Ég vil hitta þá á himinum bláa.
Þessum ógnarlega og háa.

Ég vil njóta þeirra lífsins með líka,
Áður en ég byrja að fríka.
Lífið hefði aldrei orðið svona án þeirra svo,
Það þarf alltaf tvo.

Næsta ósk á að fara í ástina mína einu,
Þessari fallegu og hreinu.
Er ég kannski að nota sömu óskina aftur og eyða henni í þig,
Myndir þú gera það fyrir mig?

Ég þarf að fá svar,
Annars skiluru eftir mar,
En annars er þetta bara draumur,
Og lítill saumur.

Sem mig langar að setja saman aftur,
Og ógnarlegur krafur,
Gerir það að verkum,
Að ég stend í kverkum.

Einum og sér,
Að þér.
Langar að endurvekja þetta,
Því þetta er skvetta.

Af ástinni minni,
Og örlítið af þinni.
Næsta ósk á að fara í það sem mér þykir vænt um í dag,
Og það er þitt fag.

Að mér að segja.
Og láta mig þegja.
En halt þú bara áfram að tala,
Og hættu síðan að gala.

Því ég er orðin þreytt,
Og svolítið sveitt.
En ég vil ekki eyða óskum,
Svo er þetta ekki frá ljóskum.

Þetta vil ég fyrir þig spila sem lag,
Og það í dag.
Því mig langar þér að syna,
Ástina mína.

Hún kemur kannski ekki vel út,
Svo þú setur upp stút.
Eg þig kyssi,
Ég þig missi.

En ekki á gólfið, Heldur inní hjartað.
Sem er lítið nartað.
Sem er gott,
Og ansi flott.

Fyrir þá sem hafa elskað áður og hina líka,
Og láta það yfir ríkja.
Að ástin er ekki það eina sem til er,
Svo ég fer.

Langt í burtu,
Lengra en að fara í sturtu ,
Svo ég segji pass,
Þá lít ég út eins og skass.

Mig langar ekki að enda þetta svona.
Svo ég ætla að vona.
Að lífið fari betur,
Heldur en í fyrra vetur.

En núna er ég farin,
Og eftir ert þú barin.
Það er líka eins gott,
Þú sagðir að ég væri flott.
 
Þórunn
1989 - ...
þetta er eitt af því fallegasta sem ég hef samið


Ljóð eftir Þórunni

tinna
Leiðin að endanum góða
ástin
ástin
ástin
Kel
Litir
ég er númer eitt
Litla stelpan
von í bjartri framtíð
hreyfing lífsins
Ljóð sem lýsir alla leið
hæ elskan
friður
draumur um dreng
rugl
hönnuður lífsins
Ljúft er lífið sem draumur
hanskinn
einu sinni var...
það sem gerir okkur að okkur
Þú
Ég
Trú, von og kærleikur
Litla barnið