

Daga dagar uppi,
ósagðar sögur
liggja í hverju skrefi
fótumtroðnar
Með vindinn í bakið
horfi yfir farinn veg.
Leiðin framundan
liggur svo langt
sem augað eygir,
fótumtroðin.
Vindurinn bitur
bítur mig í framan.
Dynur undir fótum
vegurinn að baki lengist,
fótumtroðinn.
ósagðar sögur
liggja í hverju skrefi
fótumtroðnar
Með vindinn í bakið
horfi yfir farinn veg.
Leiðin framundan
liggur svo langt
sem augað eygir,
fótumtroðin.
Vindurinn bitur
bítur mig í framan.
Dynur undir fótum
vegurinn að baki lengist,
fótumtroðinn.