Snúrustaurar
Í garðinum mínum
eru bjagaðir snúrustaurar.
Tveir einir standa þeir
á móti hver öðrum.
að sjá þá álengdar
minna þeir á par
sem er í þann mundað fallast í faðma.
Snúrurnar sem tengja þá saman
eru sem
tilfinningar
vináttu og ásta.
Einhvern daginn
ná þeir kannski saman
eins og í sögu
Barböru Cartland  
Dísa
1962 - ...


Ljóð eftir Dísu

Barnið mitt
Í rykið.
Hún og ég
Snúrustaurar
Snerting.
Bað.
Krossgötur
Hann
Stórþvottur
Söngur þinn