Ég
Ég er þessi litla,
sem öllum finnst gaman að kittla.
En ég hef samt minn eigin kraft,
og hann hef ég alltaf haft.

En ég þarf bara mig svo mikið að tjá,
svo aðrir fari mig að sjá.
Sem mig sjálfa,
og hætti að segja að ég minni á álfa.

Því ætla ég að bara þér að sýna,
og leyfa þér að upp úr mér tína.
Eitthvað sem enginn hefur fengið áður út,
því ég alltaf hef sett upp stút.

En ég er hætt,
og ég er á staðinn mætt.
Ég hef alltaf verið hér,
og nú er komið að mér.

Núna ætla ég að hætta þessum leik,
og byrja á því að fara í sleik.
Þá kannski einhver sér,
að ég er hér.

Og aldrei fer,
því ég er,
bara ég ,
og aftur ég.
 
Þórunn
1989 - ...


Ljóð eftir Þórunni

tinna
Leiðin að endanum góða
ástin
ástin
ástin
Kel
Litir
ég er númer eitt
Litla stelpan
von í bjartri framtíð
hreyfing lífsins
Ljóð sem lýsir alla leið
hæ elskan
friður
draumur um dreng
rugl
hönnuður lífsins
Ljúft er lífið sem draumur
hanskinn
einu sinni var...
það sem gerir okkur að okkur
Þú
Ég
Trú, von og kærleikur
Litla barnið