Öryrkjarnir góðu
Upp á hlemm öryrkjarnir streyma
að ná í sína matarmiða
misjafnar minningar í huga sínum geyma
en löngun til að lifa

Þeir áttu líf sem féll í stafi
með lífið í lúkunum ganga um strætin
því fylgifiskur lífsins er þungur klafi
sem fær ekki bestu sætin

Og ríkisvaldið reynir þá að pretta
að skerða selbitann naumt við nögl
nú haustið er napurt en hvað er þetta
er ekki lífið nú nógu mikið ströggl

Það er ekki auðvelt svo ört að yrkja
kvæði um þá sem á brattann ganga
en lífið er ljóð sem allt vill syrgja
og tárin mörg renna í fjallinu langa  
Konungur loftsins
1968 - ...


Ljóð eftir Konung loftsins

Ísöld
Hekla 1947
Mozart
Öryrkjarnir góðu
Heyskapur 1974
Sálfræði bankastjórans
Félagsmálaráðherra
Andvökunótt
Gleðilegt ár
Aginn
Ísskápur guðs
Hugvirki
Veðurspámaður
Þorskur á þurru landi
Ófrelsi í nafni frelsis
Húsbóndahollusta
Var Hitler örvhentur?
Sægreifinn
Einkavæðing íslenskra ríkisfyrirtækja
Orðtóm hugans