Heyskapur 1974
Heyskapurinn hafinn
túnin slegin
snúið
rakað saman
heysátur hlaðnar
tjaldað yfir

Zetorinn líður áfram
sem skjaldbaka
um sveitaveginn
og vélahljóðið
rispar þögnina
sem yfirleitt
yfirgnæfir kyrrðina
í sveitinni

Hausta tekur
síðustu forvöð
að ná inn heyinu
krakkar með kvísl
henda af vagninum
bóndinn bograr
við blásarann

Turnarnir fyllast
maurasýran lekur
rigna tekur
vindgnauðið
við fjósvegginn
blés sem naut
á nývirki

Vetur konungur
heilsar sumrinu
hvar er haustið
heppinn bóndinn
lofar guð fyrir að
bænheyra sig

Töðugjöld byrja
fengið sér í pela
stokkið undir stýri
á Landrovernum
ekið um ármótin
skakkur milli bæja
konurnar hlæja

Ekið í hlað á Nýjabæ
hundarnir urra og gelta
dilla síðan skottinu vinalega
pissa á hjólkoppinn
spilað á harmonikku
sungið og dansað
drukkið og trallað
ekið heim á leið
 
Konungur loftsins
1968 - ...


Ljóð eftir Konung loftsins

Ísöld
Hekla 1947
Mozart
Öryrkjarnir góðu
Heyskapur 1974
Sálfræði bankastjórans
Félagsmálaráðherra
Andvökunótt
Gleðilegt ár
Aginn
Ísskápur guðs
Hugvirki
Veðurspámaður
Þorskur á þurru landi
Ófrelsi í nafni frelsis
Húsbóndahollusta
Var Hitler örvhentur?
Sægreifinn
Einkavæðing íslenskra ríkisfyrirtækja
Orðtóm hugans