Sálfræði bankastjórans
Í lakkskónum gengur um salinn
sveittur í framan af stressi
með of strekkt bindið
Nasdaq hrundi en
kaupréttarsamningur í höfn
eitthundrað millu bónus
bara tíu prósent skattur
sárabót var það

Skúringarkallinn sveiflar
þveglinum fimlega um gólfin
mikið er hann duglegur þessi
hugsar bankastjórinn
hann svitnar eins og ég
hugur hans er á gólfinu
og friður samt í sál hans
samt fjörtíu prósent í skatt

Góðann daginn sagði bankastjórinn
um leið og hann rann til
á sleipu gólfinu
bleyta minna
sagði bankastjórinn

Sálin mín er á veggnum
á Wall Street
hengd þar upp eins og
undin borðtuska eftir
þennan hræðilega dag
hugsaði bankastjórinn  
Konungur loftsins
1968 - ...


Ljóð eftir Konung loftsins

Ísöld
Hekla 1947
Mozart
Öryrkjarnir góðu
Heyskapur 1974
Sálfræði bankastjórans
Félagsmálaráðherra
Andvökunótt
Gleðilegt ár
Aginn
Ísskápur guðs
Hugvirki
Veðurspámaður
Þorskur á þurru landi
Ófrelsi í nafni frelsis
Húsbóndahollusta
Var Hitler örvhentur?
Sægreifinn
Einkavæðing íslenskra ríkisfyrirtækja
Orðtóm hugans