sárustu tárin
það er vatn
í augunum mínum

salt
í
sár

því það er svo sárt
að fella
tár

og svo var það stúlkan
sem stundaði grát
í myrkrinu
á kvöldin

á endanum
grét hún
úr sér augun

&

einmana rúlluðu þau
um heiminn

beisk
 
Pykill
1988 - ...


Ljóð eftir Pykil

á milli svefns og vöku
bæn fyrir börnin
taktmælir tímans
sárustu tárin
sveppalofgjörð
litli prinsinn
blað
kuldaboli
tunglið
ísland í bítið
rituals