Aginn
Aginn er eins og mara
sem vakir yfir mér
sér til þess að þvaran
sitji aðeins hér
og aðeins hér
fari ekki neitt
haldi sig við efnið
láti ekkert trufla sig
ekki sjónvarpið
ekki dyrabjölluna
sem segir stanslaust
ding dong
og ókyrrir þvöruna
sem reiðist og
neitar að opna dyrnar
það er enginn heima
ég er ekki hérna
segir aginn
látið mig í friði
fíflin ykkar
ég þarf vinnufrið
sagði aginn
að þvaran ætti
að segja
síminn hringir
ekki svara sagði
aginn við þvöruna
sittu bara þarna
eins og þvara og
ekki svara
 
Konungur loftsins
1968 - ...


Ljóð eftir Konung loftsins

Ísöld
Hekla 1947
Mozart
Öryrkjarnir góðu
Heyskapur 1974
Sálfræði bankastjórans
Félagsmálaráðherra
Andvökunótt
Gleðilegt ár
Aginn
Ísskápur guðs
Hugvirki
Veðurspámaður
Þorskur á þurru landi
Ófrelsi í nafni frelsis
Húsbóndahollusta
Var Hitler örvhentur?
Sægreifinn
Einkavæðing íslenskra ríkisfyrirtækja
Orðtóm hugans