Kóngurinn, tími til að rokka.
Klukkan hálf eitt eftir hádegi hringdi vekjaraklukkan og Aron Erlingur settist sperrtur upp hafandi vaknað fimm mínútum fyrr. Skórnir voru við rúmstokkinn. Fallegu rússkinnskórnir frá Ameríku.
Hann strauk þeim ástúðlega áður en hann reimdi silkireimarnar af stakri natni og gekk því næst nakinn, en skóaður, inn á flísalagt baðherbergið.
Blátt og glansandi tannkremið smaug hægt út úr túbunni og hann fann tilhlökkunina hríslast um líkamann um leið og hann horfði vandlega á tilbúinn burstann.
“Hvergi misfella, gott að bera að góm,” hvíslaði hann að sjálfum sér og færði burstann með fullkominni stjórn að framtönnunum.
Byrjaði á hægum hreyfingum. Fyrst upp og niður, svo til hliðanna. Jók hraðann smátt og smátt.
Klukkan tifaði á baðhillunni. Tvær og hálf mínúta.
Hann burstaði áfram. Aðeins lengur. Þrjátíu sekúndur yfir tímamörk. Þrjár alls. Skrúfaði frá krananum og skolaði. Fékk sér sopa af fersku vatni. Garglaði duglega og spýtti að lokum karlmannlega í hvítann vaskinn. Fór fram, dróg rúllugardínuna niður, lokaði birtuna úti og setti Elvis á fóninn:

Well, it’s a one for the money, two for the show, Three to get ready, now go, cat, go!
 
Margrét Hugrún
1970 - ...


Ljóð eftir Margréti Hugrúnu

Draumarnir rætast
Ljóð á ensku
National Geographic
Ekki snerta mig
Dónaljóð
Betur Beta
Sálfarir
Góður dagur
Síðla dags í bakgarði árið 1981
Villingur
Snjókorn Kl 00:47
Lýsingar
Íslenska
Glassúr
Fyrsta konan
Tilfinningaríki trésmiðurinn
Reykjavíkurhöfn
Dropi
Duft
Kóngurinn, tími til að rokka.