Klakamorgunn
í gær

bjartur
morgunroðinn hlær
í fölbláum klakaglugga

og þú

birtir mynd
af sjö ára stúlku - með fléttur
og forvitin augu - smáfingruð teiknar
mynstur úr frostrósum

á kjallaraglugga  
Kjartan Rolf
1957 - ...


Ljóð eftir Kjartan Rolf

Þor
Morgundómar
Dæmigert íslenskt landslag
Skoðanaskipti
Þú
Stjörnublik
Orð
Klakamorgunn
Eftirsjá
Sálarrannsókn
Loforð
Sálir liðinna daga
Forðum keik
Litlu jákvæðu hlutirnir
Veruleikinn
strengleikur barnsins