Sálarrannsókn
frostbitnir fingur grafa í moldinni
í eilífri leit að löngu fölnuðum og
rotnuðum rótum

afraksturinn liggur í haug, lúsugir
njólar, harðir kögglar, fúnir
stilkar og rótarangar

inn á milli rifin rósablöð, morgunfrúr
og bláfjólur sem flæktust með,
alveg óvart - djásnin

tættur er tilfinningagarður  
Kjartan Rolf
1957 - ...


Ljóð eftir Kjartan Rolf

Þor
Morgundómar
Dæmigert íslenskt landslag
Skoðanaskipti
Þú
Stjörnublik
Orð
Klakamorgunn
Eftirsjá
Sálarrannsókn
Loforð
Sálir liðinna daga
Forðum keik
Litlu jákvæðu hlutirnir
Veruleikinn
strengleikur barnsins