FRELSI
Reynið að hugsa hlítt til mín
þó héðan ég flýti för.
Bænin hefur brugðist mér,
mér berast ei lengur svör.
Þið hafið enga þörf í dag
á því að dvelji ég.
Guð hann tók sem gaf mér styrk,
því geng ég sama veg.
Ég vildi fljúga,
fljúga um loftin blá.
Ofar láði og legi,
litast um og sjá
allt það sem ég átti
aldrei hér að fá.
Því fékk ég mér vængi,
vængina þá
sem veittu mér frelsi
að fljúga um loftin blá.
þó héðan ég flýti för.
Bænin hefur brugðist mér,
mér berast ei lengur svör.
Þið hafið enga þörf í dag
á því að dvelji ég.
Guð hann tók sem gaf mér styrk,
því geng ég sama veg.
Ég vildi fljúga,
fljúga um loftin blá.
Ofar láði og legi,
litast um og sjá
allt það sem ég átti
aldrei hér að fá.
Því fékk ég mér vængi,
vængina þá
sem veittu mér frelsi
að fljúga um loftin blá.
Samið árið 1999