Húsbóndahollusta
Hlustið á kónginn
fylgið orðum hans
snúið orðaræðum ykkar
í hans hjólför
ekki tala í kross
ekki tala út og suður
ekki vera falskir
heldur talið eins
og húsbóndinn.
Ef þið hugsið eitt
þá segið annað
aðeins ef það hljómar
eins og rödd
húsbóndans
Spólið ekki í
gömlum hjólförum
eins og bóndi á
gömlum Landrover
heldur hugsið eins
og kóngur
sem ræður á
bæ húsbóndans.
 
Konungur loftsins
1968 - ...


Ljóð eftir Konung loftsins

Ísöld
Hekla 1947
Mozart
Öryrkjarnir góðu
Heyskapur 1974
Sálfræði bankastjórans
Félagsmálaráðherra
Andvökunótt
Gleðilegt ár
Aginn
Ísskápur guðs
Hugvirki
Veðurspámaður
Þorskur á þurru landi
Ófrelsi í nafni frelsis
Húsbóndahollusta
Var Hitler örvhentur?
Sægreifinn
Einkavæðing íslenskra ríkisfyrirtækja
Orðtóm hugans