Á skjánum
Ég hef séð kossa,
ástaratlot, samfarir
í hinum óeðlilegustu stellingum

Ég hef séð veikindi,
börn með hvítblæði
og fólk með krabbamein

Ég hef séð hryðjuverk,
útlimi sprengda af fólki
brunarústir og stríð

Ég hef séð barsmíðar,
vopnuð rán, nauðganir
og þúsundir morða framin

Ég hef skyggnst inn í alla leyndustu afkima mannssálarinnar

En síðan sé ég kreditlistann rúlla
og ég veit að þetta er allt í plati  
Táta
1984 - ...


Ljóð eftir Tátu

Minning
Lærdómur
Suð
þenkjandi
Á skjánum
Ljóðmæði
Hryllingsmynd
Leiðindi
Hugleiðingar
Tannburstunarhæka
Björgunarhringur óskast
Áþján
Án titils
bara
ljóð
Á bókasafninu
hugsanasuð
ussss
Leitin mikla
Ljóslega
Ég er viss
Skýjaglópur