

Ég flaug um skýin í nótt
sperrti vængi mína
og þaut um loftin.
vindurinn þaut um hár mitt,
strauk vanga minn
og kallaði fram tár í augum mínum.
Í dag ætla ég hinsvegar
með vængina í hreinsun,
til hans Tóta.
Svo þeir verði hreinir
fyrir kvöldið.
Því í nótt
mun ég
snerta engil.