

Á mánaslóð ég horfi í kvöldsins húmi
og fljótið gælir milt við mína hlust.
Þess niður er sem tíminn-streymir
stöðugt
en virðist kyrr í undarlegri ró.
Ég lyfti bikar og sé hvar mánans glott
í tæru víni speglast örskotsstund
uns skýjabakki himinsali klífur
og hylur mánann sjónum hvar ég sit.
En víst til botns í bikar komast má
þótt ský á ferli hylji mánann sjónum.
og fljótið gælir milt við mína hlust.
Þess niður er sem tíminn-streymir
stöðugt
en virðist kyrr í undarlegri ró.
Ég lyfti bikar og sé hvar mánans glott
í tæru víni speglast örskotsstund
uns skýjabakki himinsali klífur
og hylur mánann sjónum hvar ég sit.
En víst til botns í bikar komast má
þótt ský á ferli hylji mánann sjónum.