Á köldum steini
Tilvera mín er sem biðukolla
á næðingssömum stað.
Hún reynir að berjast við vindinn
en til hvers er það?

Ég er lítið fræ á biðukollunni,
einn ókominn dag
mun vindurinn feykja mér burt.
Þá lendi ég á köldum steini
-visna og dey.  
Pjetur Hafstein Lárusson
1952 - ...
Úr bókinni Faðir vor kallar kútinn sem kom út árið 1974.


Ljóð eftir Pjetur Hafstein Lárusson

Þannig er nú það
Hæka
Bréf til Pablo Neruda
Dauði Lí Pós
Áleiðis nótt
Til Li Li
Sigling
Til Jóns úr Vör
Café Norra Klara V
Á fjallinu græna
Á köldum steini
Hringjarinn í Betlehem
Tanka
Sigfús
Í Óseyrarfjöru
Að morgni
Ský dregur fyrir mána