Bréf til Pablo Neruda
Að yrkja við opinn glugga
ekki herbergisins heldur tímans,
finna ferskan blæ aldanna
leika um sig
horfa á gleði kynslóðanna og sorgir
og ekki aðeins horfa
taka þátt
fara vítt um óendanlegar lendur
tímans, þess stórbrotna karls
eða einfalda barns
ekki veit ég hvort heldur er
líklega mitt á milli,
en að yrkja við opinn glugga tímans
Pablo - það er lífið
ferskt vín á þurrum vörum
manns, sem leitað hefur svölunar
og fundið hana

loksins.  
Pjetur Hafstein Lárusson
1952 - ...


Ljóð eftir Pjetur Hafstein Lárusson

Þannig er nú það
Hæka
Bréf til Pablo Neruda
Dauði Lí Pós
Áleiðis nótt
Til Li Li
Sigling
Til Jóns úr Vör
Café Norra Klara V
Á fjallinu græna
Á köldum steini
Hringjarinn í Betlehem
Tanka
Sigfús
Í Óseyrarfjöru
Að morgni
Ský dregur fyrir mána