Hringjarinn í Betlehem
„Hljóða nótt - heilaganótt
nú ríkir þögn í Betlehem
ekki þögn friðarins
ekki þögn trúaðra
til að vegsama Drottinn.

Nei, ekki ríkir hún, þögnin sú.

En klukkur kirkjunnar
á fæðingarstað Frelsarans þegja,
á kikrjutorginu liggur hringjarinn
í blóði sínu
- ástinni, sannleikanum, já sjálfu
lífinu
blæðir úr brjósti hans.

„Hljóða nótt - heilaga nótt."

Skal því trúað
að börn helfararinnar
fari nú um myrðandi höndum?

Skal því trúað?

Eða skulum vér stinga höfðinu í sandinn,
gefa dauðann og djöfulinn
í ástina, sannleikann, - já, lífið
sjálft
rétt eins og vér gerðum í gær
þegar gyðingarnir liðu til himins
upp um reykháfana?

„Hljóða nótt - heilaga nótt."

Hvern ber yfir torgið
til hins deyjandi hringjara
með blæðandi sár á síðu, höndum
og fótum?

Skyldu þau, börn helfararinnar
reyna að myrða hann líka?

„Það sem þú gerir einum af mínum minnstu
bræðrum,
það hefur þú og mér gert."

Já, víst er hún hljóð
víst er hún heilög
- nóttin í Betlehem.

 
Pjetur Hafstein Lárusson
1952 - ...
Ljóðið var ort árið 2002, þegar ísraelskir hermenn skutu hringjara Fæðingarkirkju Frelsarans og létu honum blæða til ólífis fyrir framan kirkjuna.


Ljóð eftir Pjetur Hafstein Lárusson

Þannig er nú það
Hæka
Bréf til Pablo Neruda
Dauði Lí Pós
Áleiðis nótt
Til Li Li
Sigling
Til Jóns úr Vör
Café Norra Klara V
Á fjallinu græna
Á köldum steini
Hringjarinn í Betlehem
Tanka
Sigfús
Í Óseyrarfjöru
Að morgni
Ský dregur fyrir mána