Ský dregur fyrir mána
Á mánaslóð ég horfi í kvöldsins húmi
og fljótið gælir milt við mína hlust.
Þess niður er sem tíminn-streymir
stöðugt
en virðist kyrr í undarlegri ró.
Ég lyfti bikar og sé hvar mánans glott
í tæru víni speglast örskotsstund
uns skýjabakki himinsali klífur
og hylur mánann sjónum hvar ég sit.
En víst til botns í bikar komast má
þótt ský á ferli hylji mánann sjónum.  
Pjetur Hafstein Lárusson
1952 - ...


Ljóð eftir Pjetur Hafstein Lárusson

Þannig er nú það
Hæka
Bréf til Pablo Neruda
Dauði Lí Pós
Áleiðis nótt
Til Li Li
Sigling
Til Jóns úr Vör
Café Norra Klara V
Á fjallinu græna
Á köldum steini
Hringjarinn í Betlehem
Tanka
Sigfús
Í Óseyrarfjöru
Að morgni
Ský dregur fyrir mána