Þannig er nú það
Morgunn án saknaðar líður
líkt eins og straumur fljóts,
rennur að ósi víðum
og minnist við saltan sjá.

Allt má til upphafs rekja,
allt á sín endimörk,
allt utan tvennt í heimi;

ekkert og allt í senn.  
Pjetur Hafstein Lárusson
1952 - ...


Ljóð eftir Pjetur Hafstein Lárusson

Þannig er nú það
Hæka
Bréf til Pablo Neruda
Dauði Lí Pós
Áleiðis nótt
Til Li Li
Sigling
Til Jóns úr Vör
Café Norra Klara V
Á fjallinu græna
Á köldum steini
Hringjarinn í Betlehem
Tanka
Sigfús
Í Óseyrarfjöru
Að morgni
Ský dregur fyrir mána