Áleiðis nótt
Sú slóð er hvít
sem einum ætlað er
að feta langa nótt.

Og þó má sjá
hvar sáldrast sölnað lauf
í gengin spor.

Ég fylgi þér
svo einn
sem hugur þinn.  
Pjetur Hafstein Lárusson
1952 - ...
Ljóðið er úr samnefndir bók, frá árinu 1998.


Ljóð eftir Pjetur Hafstein Lárusson

Þannig er nú það
Hæka
Bréf til Pablo Neruda
Dauði Lí Pós
Áleiðis nótt
Til Li Li
Sigling
Til Jóns úr Vör
Café Norra Klara V
Á fjallinu græna
Á köldum steini
Hringjarinn í Betlehem
Tanka
Sigfús
Í Óseyrarfjöru
Að morgni
Ský dregur fyrir mána