Café Norra Klara V
Fæ ekki trúað
að eitthvað reynist lyginni sannara.

Stúlkurnar við næsta borð ræða
ástina, hálsbólgu, vorprófin.
Þær eiga langt í land.
Strætið gleypir fólkið
hellulagt kviksyndi.

Regnhlífar beina spjótum sínum
að ósigrandi skýjum.

Ég liðast með reyknum upp úr pípuhausnum
og sest hljóður á blöð blómsins í glugganum.  
Pjetur Hafstein Lárusson
1952 - ...
Úr bókinni Bláknöttur dansar, útgefandi Iðunn 1989.


Ljóð eftir Pjetur Hafstein Lárusson

Þannig er nú það
Hæka
Bréf til Pablo Neruda
Dauði Lí Pós
Áleiðis nótt
Til Li Li
Sigling
Til Jóns úr Vör
Café Norra Klara V
Á fjallinu græna
Á köldum steini
Hringjarinn í Betlehem
Tanka
Sigfús
Í Óseyrarfjöru
Að morgni
Ský dregur fyrir mána