Lítill fugl
Það var eitt sinn eyrarblóm
á eyðistað,
og lítill fugl að kvöldi kom
og kyssti það.

Hann elskaði svo undurheitt
sitt eyrarblóm,
og veröldin var án þess öll
svo auð og tóm.

Að morgni eftir nepjunótt
og nístingsél
fram og aftur flögrar hann
um frosinn mel.  
Jón Thoroddsen
1898 - 1924


Ljóð eftir Jón Thoroddsen

Lítill fugl
Perlan
Promeþevs leystur III
Promeþevs bundinn II
Promeþevs I
Vita Nuova
Ástarsaga
Tómas
Tjaldið fellur
Örvæntingin
Hjónaband
Kvenmaður
Lauslæti
Eftir dansleik
Frost á Grímsstöðum
Hatturinn
Formáli