Formáli
<div style="width:256" align="justify">&nbsp;&nbsp;&nbsp;Ég lá uppi í sóffa, og las skáldskap eftir ungan og efnilegan rithöfund. Ég naut þess, að hafa ekki skrifað bókina sjálfur, og tautaði fyrir munni mér:
&nbsp;&nbsp;&nbsp;Aumingja maðurinn. Og þetta er víst allra vænsti piltur.
&nbsp;&nbsp;&nbsp;Síðan lagði ég frá mér bókina og brosti.
&nbsp;&nbsp;&nbsp;Ég veit ekki hvort á mig hefur runnið svefnmók, en margt kom mér undarlega fyrir. Ég horfði á skrifborðið, og kinkaði kolli til skúffu, sem er verð þunga síns í gulli. Ég sá ekki betur en hún væri opin, og upp úr henni flaug eitthvað svart.
&nbsp;&nbsp;&nbsp;Ha - ? Hvað - ? Flugur.
&nbsp;&nbsp;&nbsp;Hamingjan góða. Og ég sem var að vona, að ég væri í bindindi.
&nbsp;&nbsp;&nbsp;Flugurnar flykkjast að mér, sópast í kring- um mig, sveima um höfuð mitt. Þær hafa mig að háði og spotti.
&nbsp;&nbsp;&nbsp;Flugur, segi ég, og banda þeim frá mér með fyrirlitningu.
&nbsp;&nbsp;&nbsp;En þær eru þráar og þrjóskufullar. Ein flýg- ur inn í eyra mitt, og suðar þar með sínu lagi:
Aumingja maðurinn. Og þetta er víst allra vænsti piltur.
&nbsp;&nbsp;&nbsp;Nú er mér nóg boðið. Ég sprett á fætur, stíg fram fyrir spegilinn, set mig í stellingar, og tala á þessa leið:
&nbsp;&nbsp;&nbsp;Þið fávísu flugur!
&nbsp;&nbsp;&nbsp;Hvað hef ég gert ykkur? Hví ofsækið þið mig? Hver bað ykkur að setjast að í höfði mínu? Vissuð þið ekki, að heili minn er flugnapappír? Hvers vegna tókuð þið ekki mark á lagaparagröffunum, sem aðvöruðu ykkur með kurteisi? Hvers vegna suðuðuð þið í kringum þá, og gerðuð þá taugaveiklaða eins og ástfangna unglinga?
&nbsp;&nbsp;&nbsp;Hvað átti ég að gera? Þið haldið ef til vill, að það auki lánstraustið, að ganga með flugur í höfðinu? Hvað átti ég að gera annað en það, sem ég gerði, losa ykkur, og láta ykkur fljúga? - Ekki grípa fram í. - Ég sé, að sumar vantar vængi. Skríðið þið þá. - Þögn á fundinum. - Ég veit, að aðrar vantar fætur, en ég ber enga ábyrgð á því. Þið hafið ekki hugmynd um, hve erfitt það er, að losa flugur af flugnapappír, því ekki eruð þið ungar stúlkur í kökubúð. Það er ég ekki heldur, að vísu, en ég elska ungar stúlkur í kökubúð, svo það kemur út á eitt.
&nbsp;&nbsp;&nbsp;Nú vil ég vera í friði. Ég gegni því engu, þó þið heimtið falleg föt. Þakkið þið guði fyrir, að ég er ekki saumakona, úr því ég er ekki skraddari. Þakkið þið guði fyrir, að ég færði ykkur hvorki í lífstykki rímsins né vað- málspils sögunnar.
&nbsp;&nbsp;&nbsp;Áheyrnartíminn er úti. Verið þið sælar. Ég hef verið að losa nýja flugu af pappírnum. Hún skal vera leiðsögumaður ykkar.</div>  
Jón Thoroddsen
1898 - 1924
Úr bókinni <a href="http://www.jpv.is/?grein_id=250&parent=7" target="new">Flugur</a>.
JPV, 2002.
Öll réttindi áskilin.


Ljóð eftir Jón Thoroddsen

Lítill fugl
Perlan
Promeþevs leystur III
Promeþevs bundinn II
Promeþevs I
Vita Nuova
Ástarsaga
Tómas
Tjaldið fellur
Örvæntingin
Hjónaband
Kvenmaður
Lauslæti
Eftir dansleik
Frost á Grímsstöðum
Hatturinn
Formáli