gildran
Við rífumst -
og ástin dregur sæng reiðinnar yfir sig og augu hjartans lokast
þessi svefn veitir enga hvíld,
færir enga drauma og
ástin vaknar þreytt og þvæld að morgni
ófær um að gefa af sér
magnvana
líður hún um daginn eins og draugur, gegnsæ og gleðisnauð

ekki einu sinni reiðin yljar henni lengur  
M. E. Laxdal
1974 - ...
það er vandratað á veginum til sjálfs síns


Ljóð eftir M. E. Laxdal

óvitar
So many days
Bakkusarbæn
minning
Sonur
Kossinn
Leikur að stafrófi
Egoism
Ráðvilltur
Óskabrunnurinn
Hugleiðing
Tíminn
Ferðamenn ástarinnar
Nótt
Spurn
sorg
feluleikur
paradís ?
gildran
Man , I´m tired
til rósu
Kolbeinn Rökkvi
Ég um þig frá mér til þín
lítil vísa um lítinn mann