Kossinn
Hún. Ekki.
En hann situr enn
Situr í honum
hún í gær, hún í morgun
þankastríð
Koss á veggnum hann
skilur ekki
af hverju að skilja eftir
varir sínar á skítugum
klósettvegg. Af hverju ?
Einmana koss.
Hver átti þessar varir ?
Hann leggur eyrun við kossinn
hlustar
á orðin sem dóu síðast.
Hún.
Hún átti þessar varir.
Hann leggur munn sinn
við kossinn
upplifir hana innra með sér.
Hann situr enn.
Hún. Ekki.  
M. E. Laxdal
1974 - ...


Ljóð eftir M. E. Laxdal

óvitar
So many days
Bakkusarbæn
minning
Sonur
Kossinn
Leikur að stafrófi
Egoism
Ráðvilltur
Óskabrunnurinn
Hugleiðing
Tíminn
Ferðamenn ástarinnar
Nótt
Spurn
sorg
feluleikur
paradís ?
gildran
Man , I´m tired
til rósu
Kolbeinn Rökkvi
Ég um þig frá mér til þín
lítil vísa um lítinn mann