Ferðamenn ástarinnar
Ástin, já, ástin
hún er einföld
hún er flókin
hún er blossi
hún er brjálæði
smitberi kitlandi kæti
og kiknaðra hnjáliða
hún gerir mig kjánalega
snýr mér í hringi
hún hlær með mér
og hlær að mér
er mér jafn framandi og
túristi frá fjarlægu landi
sem spennandi er að kynnast
en það er nú svo með ástina
eins og túristana
að hún staldrar sjaldan lengi við
heldur kýs að koma aftur - síðar.  
M. E. Laxdal
1974 - ...


Ljóð eftir M. E. Laxdal

óvitar
So many days
Bakkusarbæn
minning
Sonur
Kossinn
Leikur að stafrófi
Egoism
Ráðvilltur
Óskabrunnurinn
Hugleiðing
Tíminn
Ferðamenn ástarinnar
Nótt
Spurn
sorg
feluleikur
paradís ?
gildran
Man , I´m tired
til rósu
Kolbeinn Rökkvi
Ég um þig frá mér til þín
lítil vísa um lítinn mann