paradís ?
Þú komst inn í líf mitt
sem ljúfur leiði,
laugst að mér, lamdir og reittir
til reiði,
að endingu hjarta mitt lagðir í eyði,
því of seint mér skildist hvað hér var
á seyði,

- ást okkar óx ei af sama meiðiÍ upphafi vildi alla veröld þér gefa,
þú varst ástin mín eina og ég var
þín Eva,
uns kvöld eitt þú kvaddir með
krepptum hnefa,
ég sorgina og sársaukann reyndi að sefa,

- en verund mín fylltist af ótta og efaHvað var það sem gerði okkar sambúð að víti ?
Kannski hún hófst í of miklum flýti,
já furðuleg voru'okkar síðustu býti,
full heiftar og reiði og óþverratríti,

- þú hlýtur að skilja'að mig frá þér nú slítiOf lengi ég bjó við háð orðanna þinna,
og senn varð mín lund hrafnsvört sem tinna,
uns upp hófst mín raust "þessu verður að linna",
og ég lagði af stað til að leita og finna,

- kjarkinn og trúna'í höll draumanna minna
 
M. E. Laxdal
1974 - ...


Ljóð eftir M. E. Laxdal

óvitar
So many days
Bakkusarbæn
minning
Sonur
Kossinn
Leikur að stafrófi
Egoism
Ráðvilltur
Óskabrunnurinn
Hugleiðing
Tíminn
Ferðamenn ástarinnar
Nótt
Spurn
sorg
feluleikur
paradís ?
gildran
Man , I´m tired
til rósu
Kolbeinn Rökkvi
Ég um þig frá mér til þín
lítil vísa um lítinn mann