Ég um þig frá mér til þín
- ( It all comes down to you ) -

Ég reyndi að týna minningunni um þig
í kossum ókunnugra
Reyndi að kæfa söknuðinn í ótal samförum
En stundum sá ég blik þitt í augum einhverra annarra
Og hélt áfram að falla fyrir aðdáun þeirra
- lét sem hún væri þín
En ég glataði henni fyrir löngu

Á meðan þú hélst að þú værir mér gleymdur
Var ég vindurinn í hári þínu
Ég var súrefnið í lungum þínum
Ég var munnvatnið í kossum ástkvenna þinna
Hjartslátturinn í sveittu brjósti þínu á hátindi fullnægingar þinnar

Og þegar ég hverf inn í einveru mína
Þá hverf ég inn í þig
Því hvernig ætti það annars að vera
Í veröld þar sem ég elska aðeins þig

Öll síðari sambönd mín
tilraun til að vinna þig á ný

 
M. E. Laxdal
1974 - ...
2002


Ljóð eftir M. E. Laxdal

óvitar
So many days
Bakkusarbæn
minning
Sonur
Kossinn
Leikur að stafrófi
Egoism
Ráðvilltur
Óskabrunnurinn
Hugleiðing
Tíminn
Ferðamenn ástarinnar
Nótt
Spurn
sorg
feluleikur
paradís ?
gildran
Man , I´m tired
til rósu
Kolbeinn Rökkvi
Ég um þig frá mér til þín
lítil vísa um lítinn mann