lítil vísa um lítinn mann
Í heiminn varst fæddur
óskæddur
en gæddur
líkamstöfrunum ljúfu
á grúfu
þú svalaðir fýsnum
og býsnum
af þörfum
sem mellur í lörfum
sinntu af alúð
mín andúð
á orðskrúð
og framandi frösum
þú masar í sífellu um ekki neitt.....

Þú situr á börum
seinfærum svörum
á förum
er gæfan og Guð
þvílíkt puð
að heimfæra allt
á eitt kalt
kvalið hjarta
sem ástin þín bjarta
felur á laun
þín helvítis raun
kemur illa við kaun
þinn
og öll þessi tár
draga dár
að þér breyskum og brotnum í mél.....  
M. E. Laxdal
1974 - ...


Ljóð eftir M. E. Laxdal

óvitar
So many days
Bakkusarbæn
minning
Sonur
Kossinn
Leikur að stafrófi
Egoism
Ráðvilltur
Óskabrunnurinn
Hugleiðing
Tíminn
Ferðamenn ástarinnar
Nótt
Spurn
sorg
feluleikur
paradís ?
gildran
Man , I´m tired
til rósu
Kolbeinn Rökkvi
Ég um þig frá mér til þín
lítil vísa um lítinn mann