Sonur
ef ég gæti lifað á ný
löngu horfnar stundir
ef ég gæti ferðast tilbaka
ég gæti séð bros þín
og geymt þau í hjarta mér
ásamt prakkarastrikunum þínum

ef ég gæti breytt
því sem Tíminn
hefur innsiglað
ég gæti margfaldað
minningarnar
um þig og mig

og ef ég gæti safnað saman
tárunum sem féllu
hvert sinn er þú fórst
ég gæti fyllt heila sundlaug
fyrir þig til að leika í

en ég get ekki
breytt því sem ég gerði
og gerði ekki
þess vegna verðum við, elsku vinur
að fara vel með daginn í dag  
M. E. Laxdal
1974 - ...
Til Rökkva, 1998


Ljóð eftir M. E. Laxdal

óvitar
So many days
Bakkusarbæn
minning
Sonur
Kossinn
Leikur að stafrófi
Egoism
Ráðvilltur
Óskabrunnurinn
Hugleiðing
Tíminn
Ferðamenn ástarinnar
Nótt
Spurn
sorg
feluleikur
paradís ?
gildran
Man , I´m tired
til rósu
Kolbeinn Rökkvi
Ég um þig frá mér til þín
lítil vísa um lítinn mann