Leikur að stafrófi
Andlit hans í augum andanna
Blóðugt minnið grefur undan hugsuninni
Draugagangur í sálinni
Eilífðin bíður átekta í skugganum
Frostrósir prýða bláar varirnar og
Geðveikislegt glott afmyndar ásjónuna er
Hann gengur á glerbrotum brostinna
væntinga
Í vefi örlaganna leynast endalokin
Jafnvægislaus línudans yfir hyldýpi
hugans
Kveðjustundin er runnin upp

Limlestur liggur með kinn við kantstein
Með freðið bros og stirðnað glott

Nafnlaus miði krýnir líflausar tærnar
Óþekkt númer í enn einni skjalaskrá
Presturinn kemur og blessar holdið
Rólegur biður hann hinstu bæn og
Signar andlaust jarðargervið, hverfur
svo á braut

Tilvist mannsins er lokið hér á jörðu
Útförin fer hljóðlega fram
Vinir og vandamenn samhryggjast
Yfir ótímabærum dauða ástvinarins
Þess sama og fyrir stuttu átti allt
lífið framundan
Æskan glötuð og tækifærin ólifuð
Ömurleg lausn á tímabundnu þunglyndi.  
M. E. Laxdal
1974 - ...


Ljóð eftir M. E. Laxdal

óvitar
So many days
Bakkusarbæn
minning
Sonur
Kossinn
Leikur að stafrófi
Egoism
Ráðvilltur
Óskabrunnurinn
Hugleiðing
Tíminn
Ferðamenn ástarinnar
Nótt
Spurn
sorg
feluleikur
paradís ?
gildran
Man , I´m tired
til rósu
Kolbeinn Rökkvi
Ég um þig frá mér til þín
lítil vísa um lítinn mann