Guð í Efni
Lífið það lifir í eigin heimi
Lifandi sprettur hvar sem er.
Líf á jörð er líf í geimi
Lífsins neisti um veröld fer.
Lífsfrjóið í loftsins sveimi
Leiðandi afl í brjósti ber
Einum ætlað er guðir gera
guðir elska lífsins keim.
Guðir fagra gæsku bera
guðir nátta vítt um heim.
Guði ætlað á gafli vera
Guð ei raskar hugum þeim.
Guðir skapa geim og líf
guðir upphaf eiga sér.
Guðum leiðist karp og kíf
Kærleik öllu senda hér.
Gulnaðar klysjur gamlar ríf
gallar í texta þykir mér.
Góður af guða ættum er
gegnum heill og fríður.
Afkomandi sem annar hver
ættarboginn víður.
Eiginkonu á örmum ber
ástleitinn og blíður.
Gæta vildi guðinn manns
þar góða og illa mætast
Ef ekki treystir huga hans
helsins stjórar kætast.
Guðinn þyggur gæsku svanns
gæfa á kosti bætast.
Létta vildi löngun hans
Láta drauma rætast.
Getnað þáði og gæsku manns
Gæfu kostir mætast.
Amma drífur afa í dans
Ættarstofnar kætast.