Herjaður Friður.





Þegar meirihluti á þingi líður
þjóðarsvik af verstu gerð.
ráðamanna straumur stríður
storkar þjóðar friðarferð

Hver vill ekki starfa í stríði
standi nauðsyn fyrir gerð.
Hver vill standa í nöpru níði
þá nauðung brýtur reglugerð.

Það verður að vaða i manninn
verst hvað heitt er þar nú.
Kanar særa fram sanninn
sjálfhverf er ríkistrú.

Hver er drepinn og hverjir ekki
hverjum er ekki sama um það.
Hverjir raða á helsins bekki
hverjir sækja í blóðugt bað.

Hver vill ekki í stríði starfa
standi það til boða.
Meirihluti þings og þarfa
þjónar blóðsins hroða

Viljandi þeir vaða í manninn
vonlaus er morðingjans her.
Kunngerði kananum sanninn
kunnuga orðsporið fer.

Halda menn að herjaður friður
haldi skár en friðsöm leið.
Í friðar skoðun kominn skriður
skaðar ófrið fylking breið.

Hugsun nær til korters kannski
kaninn flæðir yfir land.
Innfæddra dauði ímynd raski
ítarsaga hendir strand.

Hverjir látast og hverjir ekki
hugnast engum segja frá.
lygaveginn varla þekki
víðast eirðir finna má.

Friðinn allir finna viljum
ferillinn er kærleiksleið.
Ófriðarstolið ekki skiljum
andúðin er nokkuð breið

Friður hrópar múgur manns
megn er þeirra skelfing.
Dýrka kóngar dauða glans
dreyra full er hvelfing.

Læt ég heljar lokið óð
leitt mér þykir málið.
Fyrrum vorum friðar þjóð
nú fáninn skreytir bálið.

Friðinn heimtar allur heimur
herforingjum mörkin sett.
Í hveli geislast stjörnugeimur
guðleg ætlun fölnar nett.
Lýðræði frelsi lakur keimur
lausnum hafnað framhjá flett
 
Atli
1941 - ...


Ljóð eftir Atla

ER LÍFIÐ MYGLUSVEPPUR .
Guð í Efni
Herjaður Friður.
Hjallaland og Hálendi
Ást og dekur
Arðrán eða Þjóðarhagur
Niða Dvergar .
Bæjarmyndun í Kópavogi.
Ástin
Kópavogur Hverfakynning
Hverjum er að treysta
Huggun.
Axla Ypptar
Friður eða Hel.
Myndlistarráðunautur
Samband við Æsi
Öldrun
Vörðuð leið
Pólitík
STYTTAN
Foringja eða Lýðræði
LAND OG FEGURÐARVERND
Guð hinn almáttugi.