Friður eða Hel.





Ljóð ég mæli og legg svo á
lítið gangi á helsins vegi.
Gengið Enginn geti frá
guðsins hjálp á lokadegi.
Eirið verða allir þrá
Elskið líf svo dafna megi.

Frið til fjörs og ástar leikja
frelsi huga orðs og æði.
Forðumst þá er slysin sleikja
slakkt er fjör á neiðar svæði.
Af hroða sínum illir hreykja
í hrotta skap og bölsins bræði.

Hrylling morða og haturs vilja
helsins svanna fáir trúa.
Kúgun, róstur og skaða skilja
skoðanir í kviku snúa.
Hefta þá er halda og vilja
helsinsgjána þurfi að brúa.

Vandi lífs í veröld okkar
virðist einnig herja heim.
Græðgi og haturs lygi lokkar
lítið getum hjálpað þeim.
Hamingja og hreynir sokkar
halda frið um allan geim.

Frið má finna vítt um heim
fylkjum okkur að guða tali.
Tökum undir tal með þeim
að tyrfa skuli flesta vali
Ferlinu er fagnað vítt um geim
Í fegrum höllum og glæsta sali.

Hatur manna hóps og landa
hrellir vora ögurstund.
Málefni friðar á mörgu stranda
mögnum alla með létta lund.
Kærleiksmálin kann ég blanda
komi saman svanni og hrund.
 
Atli
1941 - ...


Ljóð eftir Atla

ER LÍFIÐ MYGLUSVEPPUR .
Guð í Efni
Herjaður Friður.
Hjallaland og Hálendi
Ást og dekur
Arðrán eða Þjóðarhagur
Niða Dvergar .
Bæjarmyndun í Kópavogi.
Ástin
Kópavogur Hverfakynning
Hverjum er að treysta
Huggun.
Axla Ypptar
Friður eða Hel.
Myndlistarráðunautur
Samband við Æsi
Öldrun
Vörðuð leið
Pólitík
STYTTAN
Foringja eða Lýðræði
LAND OG FEGURÐARVERND
Guð hinn almáttugi.