Myndlistarráðunautur

Sigríður fólk í tíma tekur
tækni okkur kenna þarf.
Ritill alla skugga skekur
skapar línu kola svarf.
Kenndir sköpun verka vekur
virkar enn sem áður hvarf.

Rissa, skissa, kríta, kola
kann að tússa þil og lita.
Blanda, mála, skanna, skola
skil á öllu þessu vita.
Af getuleysi gramir vola
getumeiri þjást af hita.

Fáein í tækni finna takt
fátt mun aðra sliga.
Kolamynd er kolafrakt
kolið grákkar striga.
Svertan gefur sýndarmakt
sver mun kolsins miga.

Ferli vinnu frekar slakt
flestir mála tjöldin.
Apaskrekk eða apastrakt
apar máluðu spjöldin
Eftiröpun er einhæf vakt
öpun tekur völdin.

Skal nú læra skyggja mynd
skapa þrívíð kortin
Ónýttur tími algjör synd
einhæf lista sortin..
Verð ég eins og vega kind
af vímu listar snortinn

 
Atli
1941 - ...


Ljóð eftir Atla

ER LÍFIÐ MYGLUSVEPPUR .
Guð í Efni
Herjaður Friður.
Hjallaland og Hálendi
Ást og dekur
Arðrán eða Þjóðarhagur
Niða Dvergar .
Bæjarmyndun í Kópavogi.
Ástin
Kópavogur Hverfakynning
Hverjum er að treysta
Huggun.
Axla Ypptar
Friður eða Hel.
Myndlistarráðunautur
Samband við Æsi
Öldrun
Vörðuð leið
Pólitík
STYTTAN
Foringja eða Lýðræði
LAND OG FEGURÐARVERND
Guð hinn almáttugi.