Ást og dekur






Ástin er samstilling sála
samruni lífs og manna.
Sumir við fyrsta blik bála
brennur þar ástin sanna.
Aðrir við atlotin rjála
endalaust hvötina kanna.

Saman í sannleikann leggja
sólbjörtu leiðina vilja
Samstaða hag bætir beggja.
botnfreðin andlitin skilja
Hamingja í höndum tveggja
hætta að leyna og dylja.

Ástin umber og gæði gefur
gengur þar undir sjúkri sál.
aðeins þiggur ekkert hefur
elskar stjan og mærðar mál.
Dekurrófan sjálfselsk sefur
sverfa lætur í dreggjar tál.

Sanna ástin sú er gefur
síngjörn ekki veran nú.
Mannkærleika mikinn hefur
maður sá er elskar þú.
Undir kærleik sætum sefur
samstillt par er reisti bú.


 
Atli
1941 - ...


Ljóð eftir Atla

ER LÍFIÐ MYGLUSVEPPUR .
Guð í Efni
Herjaður Friður.
Hjallaland og Hálendi
Ást og dekur
Arðrán eða Þjóðarhagur
Niða Dvergar .
Bæjarmyndun í Kópavogi.
Ástin
Kópavogur Hverfakynning
Hverjum er að treysta
Huggun.
Axla Ypptar
Friður eða Hel.
Myndlistarráðunautur
Samband við Æsi
Öldrun
Vörðuð leið
Pólitík
STYTTAN
Foringja eða Lýðræði
LAND OG FEGURÐARVERND
Guð hinn almáttugi.