Pólitík

Hver er Persónudýrkun dagsins
dynja hróp í hornum öllum.
Smekklaus vilji leitar lagsins
laumar tón úr glerja höllum.
Í stefnumálum stjórnarbragsins
stýra formenn presta köllum.

Þeir skammast og skemmta sér
skammtíma hagsmuni kjósa.
Topparnir toga í aðra hér
traðkað á sómanum ljósa.
Takmarkað forustan treystir þér
troðið á þeim er kjósa.

Allir bjóða flokkar fremd
í forustu okkar maður.
Gömul loforð skúrka skemmd
skaðleg eintómt blaður.
Sækir að lokum sekann hefnd
sóminn bull og þvaður

Í engu ræður félaginn ferð
fórnin einskis metinn.
Að loknu streði við listagerð
lá við hann yrði étinn.
Þakklætið ekki í brjósti berð
bekkur af mannvali setinn.

Hann gruflaði í valmanna gæðum
er gert höfðu viðvik í flokknum.
Það snarkaði í gömlum glæðum
guminn rétti úr skrokknum.
Forheimskt að fórna sér hræðum
í forugum götuðum sokknum.
 
Atli
1941 - ...


Ljóð eftir Atla

ER LÍFIÐ MYGLUSVEPPUR .
Guð í Efni
Herjaður Friður.
Hjallaland og Hálendi
Ást og dekur
Arðrán eða Þjóðarhagur
Niða Dvergar .
Bæjarmyndun í Kópavogi.
Ástin
Kópavogur Hverfakynning
Hverjum er að treysta
Huggun.
Axla Ypptar
Friður eða Hel.
Myndlistarráðunautur
Samband við Æsi
Öldrun
Vörðuð leið
Pólitík
STYTTAN
Foringja eða Lýðræði
LAND OG FEGURÐARVERND
Guð hinn almáttugi.