Axla Ypptar


Val á orðum vandar þú
veifiskati enginn.
Vettlingatökin virðast nú
vera mörgum fengin.
Ertu kannski efndin sú
sem ekki er burtu gengin.

Góð eru gífur orðin þín
glettni þeim að baki.
Axla ypptum þykir pín
einhver í þá kraki.
Hugvekjandi hugsun fín
hlustun engann saki.

Vaknar allra vitund enn
virkjum fjölda huga.
Köllum saman konur menn
kenndin ætti að duga.
Ef samstöðuna virkjum senn
má sinnuleysið buga.

Elen þessi okkar frú
orðstýr fær í riti.
Á veruleikann velur þú
varla rétta liti.
Kannski ertu konan sú
er kannar allt af viti.

Veruleikinn vetrar blár
víða örlar á rauðum.
Svartur verður sjaldan grár
signar yfir dauðum.
Axlinn er þóttist ypptar klár
endaði á bekk hjá snauðum.

Sorgin margann hefur hitt
herjað á lönd og álfu.
Fæstir eru alveg kvitt
við ferli hels að hálfu.
Líkni þjóðin liðið sitt
leysist allt af sjálfu.
 
Atli
1941 - ...


Ljóð eftir Atla

ER LÍFIÐ MYGLUSVEPPUR .
Guð í Efni
Herjaður Friður.
Hjallaland og Hálendi
Ást og dekur
Arðrán eða Þjóðarhagur
Niða Dvergar .
Bæjarmyndun í Kópavogi.
Ástin
Kópavogur Hverfakynning
Hverjum er að treysta
Huggun.
Axla Ypptar
Friður eða Hel.
Myndlistarráðunautur
Samband við Æsi
Öldrun
Vörðuð leið
Pólitík
STYTTAN
Foringja eða Lýðræði
LAND OG FEGURÐARVERND
Guð hinn almáttugi.