Ástin



Merk hún er og mikilsverð
manninn ástin blessar.
Þú unaðsþrá í brjósti berð
er bugar sálir hressar.
Allra ást af guðum gerð
ganga leiðir þessar.

Í trega raunum angist rís
riðlar vana lífi.
Söknuð frekar kargur kýs
kenndir burtu rífi.
Bjálkahafi forðast flís
í freklegu heimsku kífi .

Hvar finnst sá sem fáa ann
og færri vildi gleðja.
Einmana sálin fösun fann
fagnandi í sambúð steðja.
Ástarhrollur um rásir rann
reisn mun engann seðja.

Eitt er grundað annað girnd
ganga saman pörin.
Svörun kennda fráleitt fyrnd
fögur brúðar slörin.
Aldrei verður ástin hyrnd
unun markar förin.
 
Atli
1941 - ...


Ljóð eftir Atla

ER LÍFIÐ MYGLUSVEPPUR .
Guð í Efni
Herjaður Friður.
Hjallaland og Hálendi
Ást og dekur
Arðrán eða Þjóðarhagur
Niða Dvergar .
Bæjarmyndun í Kópavogi.
Ástin
Kópavogur Hverfakynning
Hverjum er að treysta
Huggun.
Axla Ypptar
Friður eða Hel.
Myndlistarráðunautur
Samband við Æsi
Öldrun
Vörðuð leið
Pólitík
STYTTAN
Foringja eða Lýðræði
LAND OG FEGURÐARVERND
Guð hinn almáttugi.