Íshjartað
Tunglið kalt
uppá himninum
svipur frosinn
í götunni.

Eitthvað brast
barði allt of fast
hnefinn rauður
hann er...

Þögnin kemur
upp um mig.
Hvað hef ég
gert?

Augu Heljar
stara á mig
hnefinn rauður
hann er...

Ef ég hefði
ekkert séð
ekkert gert
hvar væri ég nú?

Kannski faðir
með fjölskyldu,
í stað þess hefur
þú mig dæmt.

Ég er dæmdur! Dæmdur!

Mælir lífsins er tæmdur.  
Rúnar Þór Þórarinsson
1973 - ...
Þetta er úr fortíðarbankanum. Og allir saman nú, einn, tveir, þrír...


Ljóð eftir Rúnar Þór Þórarinsson

Sunnudagsnótt
Í djúpinu...
Kviknun
Litla stúlkan við tjörnina
Gestur
Bensín
Kossinn
Hljóðfæraleikararnir
Íshjartað
Trúfélag hf.
Enn einn dagurinn
Helena missti af skipinu til Heidelberg
Samantekt