Flöskuskeyti
Ég set drauma mína á flöskur
svo ég hafi vetrarforða
leggst svo í dvala
en vakna aldrei aftur.
Einhver heppinn mun finna flöskurnar
og láta innihaldið rætast.  
Lára Heimisdóttir
1988 - ...


Ljóð eftir Láru Heimisdóttur

Mistök
Vilji
Bítlarnir
Gullregn
Dans draumanna
Flöskuskeyti
Hæka um þig
Óli
Heimþrá
Afródíta frá Knidos
Fornleifafræði
Fjölskyldumynd