Hæka um þig
Ég saknaði þín
Þegar blómin sofnuðu
og laufin féllu.

Ég saknaði þín
Þegar himnarnir grétu
og lækurinn fraus.

Ég saknaði þín
Þegar brumið heilsaði
Og krókusinn spratt.

Ég saknaði þín
Þegar fífillinn brosti
Og lóan loks kom.
 
Lára Heimisdóttir
1988 - ...


Ljóð eftir Láru Heimisdóttur

Mistök
Vilji
Bítlarnir
Gullregn
Dans draumanna
Flöskuskeyti
Hæka um þig
Óli
Heimþrá
Afródíta frá Knidos
Fornleifafræði
Fjölskyldumynd