Fjölskyldumynd
Ferhyrndar vöfflur
og síróp með ljóni
heitt súkkulaði
prýddum með ensku rósinni
hennar ömmu.

Afi úti á palli
það vantar meira lakk úr skúrnum
hann talar við fuglana
og þeir segja honum
að fela flöskurnar í bílskúrnum.

Tveir afar
einn sem heilsar með báðum höndum
og hinn sem er bara ljósmynd
sem ekki má tala um
annars verður pabbi reiður.

Mamma segir að álfarnir búi í þúfum
og þegar hún veikist grætur hún
yfir hvítum matardiskum
enska rósin er langt í burtu í Kópavogi.  
Lára Heimisdóttir
1988 - ...


Ljóð eftir Láru Heimisdóttur

Mistök
Vilji
Bítlarnir
Gullregn
Dans draumanna
Flöskuskeyti
Hæka um þig
Óli
Heimþrá
Afródíta frá Knidos
Fornleifafræði
Fjölskyldumynd