fyrstu og síðustu skrefin mín
hurðin lokaðist á eftir mér og
nýr heimur blasti við.
heimur hins óþekkta.
ég var eins og lítill bátur sem leysti landfestar í fyrsta sinn
og hélt á ný mið.

ég gekk niður götuna og
skrefin hurfu á eftir mér.
og þá var ég eins og ég hefði aldrei verið til.  
arna
1981 - ...


Ljóð eftir örnu

söknuður
án titils
án titils
án titils
án titils
annar júlí nítjánhundruðníutíuogsex
fyrstu og síðustu skrefin mín
án titils
Það haustar
án titils
Smá hugleiðing á septemberkvöldi