söknuður
ég vil brenna húsin ykkar
og standa í fjarlægð og
fylgjast með
eins og þegar þið brennduð
mitt og ég gat ekkert gert
allt horfið á einu augnabliki
allt farið og ég elska engan lengur
trúi ekki á neitt lengur

hann var tekinn og það var
eins og hjartað hætti að slá
sorgin er óumflýjanleg
á hverjum degi
hverja sekúndu

og það er vont að anda
eins og loftið sé
fullt af rakvélablöðum og
þau skera mig að innan
ég verð reið og reyni að hugsa
um eitthvað annað
en það er erfitt

ég gleymi honum aldrei
ég er hluti af honum og
án hans væri ég ekki hér
ég veit stundum ekki hvað ég
á að gera án hans

en ég get ekkert gert
hann kemur aldrei aftur
nema í draumum mínum
þar tala ég við hann

en orðin eru loftbólur
sem bara hverfa
út í buskann
og ég er mállaus

að eilífu mállaus gagnvart honum
 
arna
1981 - ...
til pabba


Ljóð eftir örnu

söknuður
án titils
án titils
án titils
án titils
annar júlí nítjánhundruðníutíuogsex
fyrstu og síðustu skrefin mín
án titils
Það haustar
án titils
Smá hugleiðing á septemberkvöldi