án titils
vindurinn hvíslar í eyrun á mér
á meðan ég geng á gangstétt
erfiðleika, kvíða og angistar
ég skil ekki hvað hann hvíslar
vona að það komi logn
svo hvíslið hætti
ég vil ekki heyra það
því ég veit að það er rétt

ég vildi að ég væri fjöður
og gæti fokið burt með vindinum  
arna
1981 - ...
samið í lok árs 2000


Ljóð eftir örnu

söknuður
án titils
án titils
án titils
án titils
annar júlí nítjánhundruðníutíuogsex
fyrstu og síðustu skrefin mín
án titils
Það haustar
án titils
Smá hugleiðing á septemberkvöldi