Það haustar
Líkt og lítið laufblað á grein,
sem bíður eftir því að haustgolan
blási því burt, sit ég
og bíð eftir þér.
Ég veit að þú ert nálægt.
Svo nálægt að ég finn nærveru þína læðast upp að mér.
Líkt og nakin grein
sit ég og bíð þess að snjóa leysi.  
arna
1981 - ...


Ljóð eftir örnu

söknuður
án titils
án titils
án titils
án titils
annar júlí nítjánhundruðníutíuogsex
fyrstu og síðustu skrefin mín
án titils
Það haustar
án titils
Smá hugleiðing á septemberkvöldi